Open space
Þekkingamiðlunarfundir eru frábært tækifæri til að hitta aðra í Agile samfélaginu og setja af stað umræður um málefni sem brenna á þér eða deila þekkingu þinni.

Fundirnir byggja á Open Space sem gefur þér kost á að koma þínum málum af stað í umræður með öðrum sem eru á staðnum.
Fundarefnið er ekki ákveðið fyrirfram heldur eru það þeir sem mæta sem ákveða í upphafi hvað skuli ræða. Umræður fara fram á nokkrum borðum/stöðum og þátttakendur fara á milli staða ef þeir finna sig ekki í tiltekinni umræðu, eða telja sig ekki vera að bæta neinu við.

Hugmyndin á bakvið Open Space kemur frá Harrison Owen þegar hann uppgötvaði að samtölin sem sköpuðust utan fyrirlestra á ráðstefnum skiluðu honum meiru heldur en fyrirlestrarnir sjálfir og ákvað því að setja saman fyrirkomulag fyrir opnar umræður milli þátttakenda.

Fyrirkomulagið hefur margsannað sig út um allan heim og hefur verið tekið upp á ráðstefnum og nærtækasta dæmið er á Agile Ísland ráðstefnunni þar sem það hefur reynst vel.


Agilenetið borgar veitingar á fundina og fáum yfirleitt aðstöðu hjá einum af aðilarfélögunum sem haldnir eru eftir vinnu stöku sinnum á ári.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica