Opnir fundir eru haldnir í samvinnu með Dokkunni og Háskólanum í Reykjavík í málefni sem tengjast Agile.
Fundirnir eru öllum opnir, ókeypis og boðið er upp á samlokur og gos sem Agilenetið borgar fyrir.
Háskólinn í Reykjavík leggur til húsnæði og Dokkan sér um utanumhald og skipulagningu kringum fundina.
Fundirnir eru auglýstir á póstlistum Dokkunnar og sendir út á póstlista Agilenetsins og tengiliði til aðildarfyrirtækja.