Fréttir

Vísindaferð í NOVA miðvikudaginn 18. sept.

NOVA býður í heimsókn á miðvikudaginn og fáum við innsýn inní aðferðafræðirnar sem þau hafa notað við þróun & rekstur í tvemur hlutum:

Vísindaferðin hefst kl. 17:00 að hjá NOVA Lágmúla 9 á 3ju hæð, veitingar verða í boði og að loknum kynningum munum við fá smá ferð um fyrirtækið og hafa þekkingarmiðlunarfund fyrir þá sem vilja spjalla í framhaldi af öllu saman.


Fyrri hluti

Hjá Nova hafa í gegnum tíðina ýmsar aðferðir verið notaðar við rekstur og þróun hugbúnaðarlausna. Stundum það sem er í tísku og stundum eitthvað út í bláinn. Stundum hefur gengið vel, stundum illa, oft er fjör og oftast gaman. Sjaldnast höfum við tekið okkur of bókstaflega út frá Agile fræðum en í staðinn farið okkar eigin leiðir, t.d. með því að búa til leiki tengda þeim aðferðum sem notaðar eru.Við ætlum að stikla á stóru um okkar vinnuaðferðir undanfarin ár og reyna að hafa gaman.

Seinni hluti
Hrafnkell hefur unnið markvisst að því að setja upp build server umhverfi fyrir hugbúnaðarverkefni hjá Nova. Markmiðið með því er m.a. að framkvæma sjálfvirk build sem bera kennsl á þegar kóði „brýtur buildið“ – en það á helst á ekki að gerast. Annað er að einfalda deployment og minnka þannig vinnu allra. Sjálfvirkar prófanir spila einnig stóra rullu í þróun og uppsetningu nokkurra verkefna.

>>>>> Skrá mig <<<<<<



Þetta vefsvæði byggir á Eplica