Starfsemi

Vísindaferðir, þekkingamiðlunarfundir og fyrirlestrar

Fyrirtækin í Agile netinu halda reglulega vísindaferðir sín á milli til að miðla þekkingu og læra hvert af öðru.  Einnig höldum við reglulega opna þekkingamiðlunarfundi (Open space fundi) og stöndum fyrir fyrirlestrum um agile tengd málefni meðal annars í samstarfi við Dokkuna og Háskólann í Reykjavík. Hér að neðan má finna upplýsingar um viðburði sem haldnir hafa verið á vegum Agile netsins og nálgast glærur úr fyrirlestrum.


2013

Vísindaferðir

Hugsmiðjuna

Miðvikudaginn 20. mars 2013 bauð Hugsmiðjan okkur í kynningu á Kanban innleiðingunni hjá þeim sem var meðal annars til að halda utan um yfirlit þeirra fjölmörgu verkefna sem eru í gangi á hverjum tíma. Daglegur stöðufundur tekinn upp á þar sem allir starfsmenn hittast hjá töflunni og geta orðið fjölmennir (og fjörugir) þegar hátt í 30 starfsmenn mæta til leiks. Kanban veggurinn hefur tekið reglulegum breytingum sem þau ætla að fara í gegnum og auk þess að segja frá næstu umbyltingu á töflunni. Sú breyting er þeirra hugmynd að annari nálgun í sjónræna stjórnun á verkefnin & vinnuna.

Fyrirlestrar

24. apríl 2013 munu Rakel og Björn Brynjar koma frá Betware og kynna fyrir okkur "Þróun skipulagsheildar og er hægt að auka hraða SCRUM teymis þrefalt?" í samstarfi við Dokkuna.

Fimmtudag 23. maí 2013 hjá Agile netinu & Dokkunni. Þrjú frá Marel segja okkur frá reynslu sinni af því þegar J.B. Rainsberger vann með þeim í 10 vikur með það markmið að auka þekkingu á TDD og Agile verktækni, fyrirlesturinn verður með yfirsögninni "Geta hugbúnaðarteymi tileinkað sér nýjar og betri forritunaraðferðir á 10 vikum?"

Þekkingamiðlunarfundir

Fimmtudaginn 24. janúar 2013 kl. 16:30 - 18:30 glæsilegum húsakynnum TM að Síðumúla 24, gengið inn að aftanverðu.

2012

Vísindaferðir

Landsbankinn

Fimmtudaginn 13. september bauð Landsbankinn í vísindaferð með yfirsögninni Agile upplifun hagsmunaaðila þar sem dagskráin var:

Við munum byrja á að fara yfir Agile innleiðingu bankans og skýra skipulagið á upplýsingatæknideild[UT] bankans. Síðan fáum við innsýn í hvernig hagsmunaaðilar eru að upplifa Agile innleiðinguna í hugbúnaðargerð:
- Forstöðumaður UT mun lýsa hvaða áhrif Agile hefur haft á hugbúnaðargerð í bankanum og hvaða breytingar hafa orðið á deildinni til að styðja við Agile.
- Forstöðumaður verkefnastofu mun segja okkur hvað hefur breyst í verkefnastjórnun með tilkomu Agile og hvaða áhrif það hefur haft á samvinnu með fólki í upplýsingatækni.
- Deildarstjóri UT rekstrar mun segja okkur hvaða breytingar hafa orðið eftir að Agile var tekið upp og hvernig það hefur haft áhrif á útgáfur og þjónustu.

Góð mæting var og skemmtilega opnar umræður sem mynduðust að kynningum loknum.

Íslandsbanki

Fimmtudaginn 29.mars fórum við í vísindaferð til Íslandsbanka sem fór yfir Agile með sýn mismunandi starfsmanna innan fyrirtækisins.
Það var vel mætt í vísindaferðina og góðar umræður.

Farið var yfir eftirfarandi.
- Kynning á umhverfi
    - Sagan hjá Íslandsbanka
    - Hvernig við erum að gera þetta í dag
    - Hvað er gott og hvað er ekki eins gott?
- Sýn Scrum Master
- Sýn forstöðumanns
- Sýn deildarstjórans
- Sýn forritarans
- Sýn prófara

Það var gaman að heyra þessar mismunandi hliðar á Agile.


CCP

Þann 25.janúar fórum við í vísindaferð til CCP með yfirskriftinni "Building the right it ... and then building it right".
Uppsetning á þessar vísindaferð var öðruvísi en vanalega. Settir voru upp 2 panelar þar sem starfsmenn CCP kynntu hvað þeir væru að vinna í og svo voru spurningar á milli notenda. Þessi uppsetning virkaði mjög vel.

Fyrri umræðan var um breytt skipulag hjá CCP og hverning þeir ætla að nýta sér ýmsar hugmyndir frá Lean Startup bókinni eftir Eric Ries.

John fjallaði um breytt skipulag fyrirtækisins og teyma
Anne fjallaði um breytingar á EVE Online heimasíðunni og hvernig teymið skipulagði sig fyrir þá vinnu
Andie fjallaði um hvaða hugmyndir þau tóku úr Lean Startup og hvernig það var kynnt fyrir starfsfólki fyrirtækisins

Seinni umræðan var um tæknileg atriði hjá CCP og hvernig þau aðstoða við Agile þróun

Henrik fjallaði um Continous Integration kerfi CCP og Kevlar kerfið sem þeir eru að smíða til að taka upplýsingar frá ýmsum kerfum til að fá betri yfirsýn um þróun og rekstur EVE Online
Brian fjallaði um performance teymið sem fókusar á að laga performance mál í EVE Online og hvernig þeir vinna með Agile teymum
Alli fjallaði um hvernig öll þessi pússluspil koma svo saman

Fyrirlestrar

Dagur í lífi Product Owner hjá Marorku

Miðvikudaginn 14. nóvember 2012 hélt Finnur Pálmi Magnússon fyrirlestur um dag í lífi Product Owner hjá Marorku. Fjallaði hann um hvernig væri að vera með tæknilegan bakgrunn og koma inní vöruþróunina og hvernig það ferli væri hjá þeim. Fyrirlesturinn var áhugaverður og gaman að sjá "glærurnar" sem voru gerðar í iPaper á iPad. Góðar umræður sköpuðust að fyrirlestri loknum.

Fjarfundur með Henrik Kniberg

Fimmtudaginn 7. júní 2012 hélt Agile netið fjarfund með Henrik Kniberg. Þetta var smá prófun á því hvort við gætum haldið fjarfundi með núverandi ókeypis tækni og þrátt fyrir smá tæknileg vandamál í byrjun var það leyst og ánægja með viðburðin.

Ný hugsun - Lean Startup

Þann 22. mars hélt Agile netið, í samvinnu við Dokkuna og HR, fyrirlesturinn "Ný hugsun - Lean Startup".  Fyrirlesari var Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækisins Spretts.  Lean Startup er hugmyndafræði til þess að nálgast nýsköpun, hvort sem um er að ræða þróun á nýjum fyrirtækjum (startup) eða þróun á nýjum viðskiptaeiningum/vörum í rótgrónum fyrirtækjum.  Einföld leið til að skilgreina Lean Startup er eftirfarandi: Lean Startup = Agile + Lean + Customer Development + nýtt orðasafn.  Í fyrirlestrinum kynnti Pétur helstu atriðin í Lean Startup með sérstaka áherslu á Customer Development og nýja orðasafnið.

Agile aðferðir hjá Landsbankanum: Innleiðing, þróunarferli og umbætur

Þann 16. febrúar var fyrirlestur um Agile aðferðir hjá Landsbankanum í Háskólanum í Reykjavík, fyrirlestrarsal M101 á 1. hæð.  Á fyrirlestrinum fjallaði Birna Íris um þróunarferil hugbúnaðar hjá Landsbankanaum ásamt því að segja lítillega frá uppbyggingu teyma og innleiðingu Agile aðferðafræða hjá bankanum. Einnig sagði hún frá innri umbótaverkefnum og þeirri aðferð sem notuð er við að keyra þau áfram eins og Visual Managment Kerfinu.

Framsögumaður:

Birna Íris Jónsdóttir er tölvunarfræðingur sem hefur unnið í 10 ár.  Hún hefur sinnt forritun, vörustjórn (sem Product Owner) og starfar nú sem deildarstjóri UT hugbúnaður hjá Landsbankanum.


Þekkingamiðlunarfundir (Open space)

Þekkingarmiðlunarfundur (Open Space) var á fimmtudaginn 8. nóvember 2012 hjá TM (Síðumúla 24) frá 16:30-18:30. Fámennt var á fundinn og gæti seint fundarboð átt sinn hlut í því.

2011

Vísindaferðir

Sabre

Þann 3.nóvember 2011 fórum við í vísindaferð til Sabre (áður Calidris).
Þar voru kynningar á vegum Ellu og Magga. Þau fóru yfir eftirfarandi.

1.   Stutt kynning á Sabre
            - Calidris var keypt af Sabre árið 2010.   Fyrir hvað stendur Sabre og hvernig er að fara frá því að vinna í 30 manna fyrirtæki í Öskjuhlíðinni í 9000 manna alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í um 60 löndum?
2.   Scrum og dreifð teymi
            - Ögranir hugbúnaðarþróunar í dreifðum teymum.  Hvernig hjálpa agile og SCRUM til?
3.   Mat á notkun agile aðferða í stóru fyrirtæki
            - Hvernig er hægt að fylgja eftir notkun agile aðferða í eins stóru fyrirtæki og Sabre er?
Boðið var upp á bjór og samlokur.

Marel

Þann 1. sept, 2011, fórum við í vísindaferð í Marel.  Þar lærðum við margt og mikið um Agile innleiðingu í Marel og um framleiðsluferli þessa stóra fyrirtækis. Við heyrðum frá starfsfólki á ólíkum sviðum: forritara, ScrumMaster, Product Owner og stjórnanda. Það var mjög fróðlegt að heyra álit þeirra á Scrum.  Dagskrá fundarins var eftirfarandi:


         - Innleiðing Agile aðferða hjá Marel
                 - Hvernig var staðið að verki við upptöku Agile aðferða?
                 - Hvar erum við stödd núna?
                 - Hvað gengur vel og hvað illa? Hvað var auðvelt og hvað var erfitt?
                 - Fyrirhuguð næstu skref
         - Sjónarhorn forritarans á Agile aðferðir
         - Sjónarhorn vörustjórans á Agile aðferðir
         - Sjónarhorn stjórnandans á Agile aðferðir
         - Spurningar og umræður

 Einnig fengum við túr um framleiðslugólf Marel, sem er gríðarstórt.

Sjóvá

Þann 14.apríl, 2011, fórum við í vísindaferð í Sjóvá.  Þar hlýddum við á áhugaverða fyrirlestra um innleiðingu Lean hjá Tjónasviði Sjóvá og innleiðingu á scrum hjá Sjóvá.  Hér að neðan eru glærur úr fyrirlestrunum.

TM Software

Þann 17. febrúar, 2011, fórum við í vísindaferð í TM Software.  Þar hlýddum við á áhugaverða fyrirlestra um agile innleiðingu hjá TM Software og hvernig Tempo tímaskráningarkerfið varð til.  Hér að neðan eru glærur úr fyrirlestrunum.

Þekkingarmiðlunarfundir

Þekkingarmiðlunarfundur í Landsbankanum

Þann fimmtudaginn 8. des héldum við þekkingarmiðlunarfund í Landsbankanum að Thorvaldsenstræti 4.
Við héldum okkur við við open space fyrirkomulagið, þar sem hver sem er getur stungið upp á umræðuefni.   Fundarstjóri var Steinn Arnar Jónsson.
Þekkingarmiðlunarfundir eru kjörin tækifæri fyrir meðlimi til að auka Agile þekkingu sína og fá tækifæri til að spyrja aðra Agile tengdra spurninga. 

Þekkingarmiðlunarfundur í Hugsmiðjunni

Þann 4. október 2011, var þekkingarmiðlunarfundur á vegum Agile netins. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Hugsmiðjunar, Snorrabraut 56.  Fundinum var stjórnað af Pétri Orra Sæmundsen, Agile gúrú og boðið var upp á pizzur og bjór.
Umræðunum var skipta á 2 borð þar sem ýmislegt var rætt. Dæmi um það sem var rætt um var Technical Dept, Product Owner, Testing within the team, Hönnun & Scrum.
Þekkingarmiðlunarfundir eru kjörin tækifæri fyrir meðlimafyrirtæki að læra hvert af öðru og fá tækifæri til að spyrja aðra Agile tengdra spurninga.  Er teymið þitt í vandræðum með eitthvað ákveðið?  Þá endilega spurðu aðra meðlimi hvernig þeir hafa leyst svipuð vandamál. 

Þekkingarmiðlunarfundur í CCP

Þann 18. maí, 2011, var haldinn þekkingarmiðlunarfundur í húsnæði CCP. Daði Ingólfsson hjá Spretti stjórnaði fundinum, sem haldinn var með svokölluðu open space sniði.  Þátttakendur skiptu sér upp í minni hópa sem krufu ýmis Agile topic og miðluðu eigin reynslu. Fundurinn heppnaðist mjög vel og spunnust m.a. umræðuhópar um Kanban, Scrum, TDD, vöruskilgreiningu, áætlanagerðir, skapandi hugsun, vörueigendur, og betrumbætur.

Fyrirlestrar

Agile og sjónstjórnun hjá vöruþróun Marel

Fyrirlesturinn verður þann 25. október kl. 12.00 - 13.00 í Háskólanum í Reykjavík, fyrirlestrarsalur M101 á 1. hæð.  Á fundinum verður fjallað um hvað innleiðing á Agile og sjónstjórnun hefur haft í för með sér hjá vöruþróun Marel. Farið verður yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað, hvað hefur reynst þeim vel og hvað hefði betur mátt fara. Litið verður á málið frá sjónarhorni þess sem leiðir innleiðinguna, frá sjónarhorni vörustjóra sem og teymismeðlims. Einnig verður litið til framtíðar og sagt frá hvað felst í næstu skrefum hjá vöruþróun Marel.

Framsögumenn:

Rósa Björg Ólafsdóttir er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað í UT geiranum í yfir 20 ár og hefur leitt innleiðingu Agile aðferða hjá vöruþróun Marel.
Hrafnkell Eiríksson er með M.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá DTU. Hann hefur starfað hjá Marel í 10 ár sem tækjahönnuður með áherslu á "embedded" hugbúnað og stýringar og hefur nýverið tekið við hlutverki vörustjóra.


Kanbanfyrirlestur

Þann 30. ágúst stóð Agile netið að fyrirlestri um Kanban hjá veflausnum Skýrr.  Framsögumaður var Ólafur Sverrir Kjartansson.  Hjá veflausnum Skýrr hefur Kanban verið notað fyrir beiðnir viðskiptavina síðan í maí 2010 með góðum árangri.  Ólafur Sverrir fór yfir hvaða áhrif það hefur haft, hvaða breytingar hafi verið gerðar og hvað framtíðin beri í skauti sér.  Ólafur Sverrir hefur starfað hjá veflausnum Skýrr í 5 ár (áður Eskill, áður Innn) og er í dag í hlutverki verkefnastjóra, forritara þegar tími leyfir og aðal Agile áhugamanns.  Fundurinn var haldinn í samstarfi við Dokkuna og Háskólann í Reykjavík.  Fundurinn fór fram í Háskólanum í Reykjavík og voru samlokur og gos í boði Agile netsins.

2010

Vísindaferðir

Sprettur Marimo

Þann 14. desember, 2010, fórum við í vísindaferð í Sprett Marimo.  Við hlýddum á áhugaverðan fyrirlestur um Wonka, stjórnunarkefi Spretts og fórum í nýsköpunarleik varðandi framtíð Agile netins, þar sem mjög áhugaverðar umræður spruttu upp.  Hér að neðan eru glærur úr fyrirlestrinum og myndir á Facebook.

Betware

Önnur vísindaferð Agile netsins var í Betware þann 15. sept., 2010.  Þar hlýddum við á mjög skemmtilega fyrirlestra um Agile innleiðingu hjá Betware, prófanir, viðmótshönnunartól og project retrospectives. Hér að neðan má finna glærur úr fyrirlestrum kvöldsins og myndir á Facebook.

Síminn

Þann 19. maí, 2010, stóð Agile netið fyrir fyrstu vísindaferðinni.  Þá gafst meðlimafyrirtækjum kostur á að sækja heim Símann og hlýða á mjög áhugaverða fyrirlestra um Agile innvæðingu í Símanum og notkun Scrum og Kanban við þróun og rekstur.  Hér að neðan má finna glærur úr fyrirlestrum kvöldsins og nokkrar myndir á Facebook.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica